Sunday, January 30, 2011

Taken

Halló alheimur... Ég ætla að segja nokkur orð um eina af myndum helgarinnar hjá mér. Þetta er myndin Taken með Liam Neeson í aðalhlutverki:

Ég byrjaði að horfa á myndina seint um kvöld sem er að mínu mati besti tíminn til þess að horfa á þessa mynd eða aðra af þessu tagi, hún einfaldlega lengir þá daginn. Eftir 20 mín er hasarinn strax farinn af stað þar sem dóttur meistarans Liam Neeson hefur verið rænt en ótrúlegt en satt þá er hann fyrrum CIA njósnari sem á góða vini í bransanum og kemst strax á sporið um hvar dóttur sína er að finna. Þetta lýsir kannski best því hversu ótrúlega amerísk þessi mynd er og auðvelt væri að giska í eyðurnar ef DVD-diskurinn hefði verið rispaður og einhverjir partar hefðu skolast til.
    Myndin fær einkunnina 7,9 inn á IMDB og ef til vill er það fullnægjandi einkunn. Ekki þó vegna þess að efnisinnihald hennar er eitthvað rosalega frumlegt enda myndin frekar fyrirsjáanleg eins og margar aðrar amerískar myndir, heldur frekar vegna þess að hægt er að horfa á hana aftur og aftur með stuttu millibili án þess að fá leið á henni. Slíkur er hasarinn og spennan í henni að fyrir testósterónfíkla eins og mig er þetta hálfgerð fullnæging
    Hvað varðar leik í myndinni þá er aðalpersónan Bryan Mills (Liam Neeson) mjög góð en samt pínu skrýtið hversu yfirvegaður hann er yfir því að verið sé að ræna dóttur hans og þeirri staðreynd að hann gæti í raun aldrei hitt hana aftur. Samt verður að viðurkennast að eins og Neeson er og eins góður leikari og hann er þá gerir hann allt fyrir þessa mynd og án hans væri hún ekki upp á marga fiska. Dóttir hans er Kim(Maggie Grace) er t.d. alveg frekar mikið léleg í þessari mynd finnst mér, en ef til vill stafar sú skoðun mín á henni af því að hún hleypur eins og fáviti :-D. (og það er meira að segja búið að gera sérstakt vídeó um það).
Annars hafði ég mjög gaman af þeim persónum sem áttu að vera frá Albaníu... öllum Marcounum.
    Minn lokadómur eða krítík skulum við frekar segja er að þetta er svona Bond mynd með lágt budget... engar gellur... eiginlega engir ofursvalir súperbílar... en skilaði samt inn sama skammt af testósteróni fyrir mig...

1 comment:

  1. Þrátt fyrir að vera mjög bandarísk er þetta ekki beint bandarísk mynd. Ef þú lítur á kredit-listann á imdb sérðu að þetta er í raun frönsk mynd (leikstjórinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og allir helstur stólparnir eru allir franskir). Og kannski einmitt þess vegna leyfir hún sér að vinna með bandaríska formúlu og setja hana fram á sinn hátt án þess að breyta formúlunni neitt mikið.

    Fín færsla. 5 stig. Skemmtilegt vídjó. Ég veit ekki hvort hún minni mig meira á 8 ára gamalt barn eða simpansa þegar hún hleypur. Kannski eitthvað þar á milli.

    ReplyDelete