Sunday, January 30, 2011

Taken

Halló alheimur... Ég ætla að segja nokkur orð um eina af myndum helgarinnar hjá mér. Þetta er myndin Taken með Liam Neeson í aðalhlutverki:

Ég byrjaði að horfa á myndina seint um kvöld sem er að mínu mati besti tíminn til þess að horfa á þessa mynd eða aðra af þessu tagi, hún einfaldlega lengir þá daginn. Eftir 20 mín er hasarinn strax farinn af stað þar sem dóttur meistarans Liam Neeson hefur verið rænt en ótrúlegt en satt þá er hann fyrrum CIA njósnari sem á góða vini í bransanum og kemst strax á sporið um hvar dóttur sína er að finna. Þetta lýsir kannski best því hversu ótrúlega amerísk þessi mynd er og auðvelt væri að giska í eyðurnar ef DVD-diskurinn hefði verið rispaður og einhverjir partar hefðu skolast til.
    Myndin fær einkunnina 7,9 inn á IMDB og ef til vill er það fullnægjandi einkunn. Ekki þó vegna þess að efnisinnihald hennar er eitthvað rosalega frumlegt enda myndin frekar fyrirsjáanleg eins og margar aðrar amerískar myndir, heldur frekar vegna þess að hægt er að horfa á hana aftur og aftur með stuttu millibili án þess að fá leið á henni. Slíkur er hasarinn og spennan í henni að fyrir testósterónfíkla eins og mig er þetta hálfgerð fullnæging
    Hvað varðar leik í myndinni þá er aðalpersónan Bryan Mills (Liam Neeson) mjög góð en samt pínu skrýtið hversu yfirvegaður hann er yfir því að verið sé að ræna dóttur hans og þeirri staðreynd að hann gæti í raun aldrei hitt hana aftur. Samt verður að viðurkennast að eins og Neeson er og eins góður leikari og hann er þá gerir hann allt fyrir þessa mynd og án hans væri hún ekki upp á marga fiska. Dóttir hans er Kim(Maggie Grace) er t.d. alveg frekar mikið léleg í þessari mynd finnst mér, en ef til vill stafar sú skoðun mín á henni af því að hún hleypur eins og fáviti :-D. (og það er meira að segja búið að gera sérstakt vídeó um það).
Annars hafði ég mjög gaman af þeim persónum sem áttu að vera frá Albaníu... öllum Marcounum.
    Minn lokadómur eða krítík skulum við frekar segja er að þetta er svona Bond mynd með lágt budget... engar gellur... eiginlega engir ofursvalir súperbílar... en skilaði samt inn sama skammt af testósteróni fyrir mig...

Er 3D fallið nú þegar

Já Sæll. Langt síðan ég hef bloggað.
Ég valdi mér greinina "Has 3D already failed" fyrir þetta heimaverkefni vegna þess að ég hef aldrei myndað mér fullnægjandi skoðun á þrívíddartækni bíómynda sem ríður nú feitum hesti hélt ég að minnsta kosti áður en ég las þessa. Ég las hana því  með það að sjónarmiði að hún gæti ef til vill hjálpað mér að mynda mér skoðun á þessu máli.
  • Höfundar greinarinnar nota stórmyndina Avatar frá síðasta ári til þess að miða við sem verður að teljast eðlilegt því að þrívvartæknin í henni og útkoman er ansi mögnuð. Avatar, sem James Cameron gerði, halaði inn peningum og þótti stórkostleg í alla staði þó svo að mér persónulega hafi reyndar fundist söguþráðurinn í henni frekar barnalegur og ófrumlegur. En þó er 3D ekki alveg fullkomið.
  • Mörg krítík á 3D í þessari grein fangaði athygli mína og snemma er rætt um galla og í raun er aðallega einblínt á galla þrívíddartækninnar en eins og ég sagði þá er snemma talað um feikilegan kostnað í kringum 3D en það gefur auga leið að 3D tæknin er digital tækni þannig að kvikmyndahús eru tilneytt til að uppfæra tækni sína yfir í stafræna ef þeir vilja hafa möguleika á að sýna 3D myndir.en eins og sagt er frá í greininni þá er u.þ.b. 5 sinnum dýrara að kaupa stafrænan búnað í stað sýningarvélar fyrir venjulega 35 mm filmu.
  • Annað sem vakti einnig athygli hjá mér var umfjöllunin um 3D gleraugun en í bíóhúsum á íslandi eru gleraugu frá RealD notuð og þykja þau frekar ómerkileg meðal 3D spekinga skv. greininni. Einnig er fjallað um kostnað áhorfandans á að fara á 3D mynd í bíó en hann er meiri á 3D heldur en 2D myndir þó svo að nákvæmlega eins sýningarvél sé í gangi í hvoru skipti fyrir sig. Þetta þykir mér mjög athugavert auk þess vegna eins sem minnst er á í greininni og það er hvort þessi aukakostnaður, bæði miðaverð og gleraugnakostnaður, hafi einhver áhrif á það hvort fólk vilji yfirleitt sækja kvikmyndahús í jafn miklum mæli og þar með séu 3D myndirnar að reisa sinn eigin gálga.
  • Annað sem var mjög áhugavert var tilvitnun sem höfundar áttu í grein eftir Roger Ebert sem hefur sama og ekkert gaman að 3D tækninni: "Ask yourself this question: Have you ever watched a 2D movie and wished it were in 3D" og viti menn ég spurði sjálfan mig þessarar spurningar og þá uppgötvaði ég um leið hver skoðun mín í raun og veru væri á 3D tækni kvikmynda.
    • 1. Þegar ég hugsa til baka til mynda sem ég hef séð í gegnum tíðina þá dettur mér enginn í hug í fljótu bragði sem ég vildi óska að hefði nú verið í 3D því það hefði gert meira fyrir myndina.
    • 2. Þegar hugsa til þess hvort ég hefði viljað sjá einhverja 3D mynd í 2D þá koma strax upp í hugann myndir eins og Toy Story 3D. Af hverju í ósköpunum þurfti ein af þessum myndum sem maður hefur alist upp með að vera 3D. Fyrsta mögulega ástæða sem mér kemur upp í hugann er peningagræðgi.
  • En hvað veit ég. Kvikmyndasagan segir okkur að bíómyndir og form þeirra og útlit er stöðugt að þróast eins og þegar hljóðið kom... þá fussuðu nú einhverjir og einnig þegar Liturinn kom. Ekki var það neitt svakalega ódýrt að fá eina Technicolor myndavél leigða ásamt öllu meðfylgjandi en viti menn allar myndir erum með hljóði og í lit í dag og af hverju gæti ekki verið að þær yrðu allar í 3D innan kannski 20 ára.