Thursday, August 26, 2010

5 bestu myndir fyrr og síðar

Ég hef ákveðið að velja mér tvær leiknar myndir og eina teiknimynd. Þetta eru myndirnar, Léon, Shawshank Redemption og Lion King.
           Léon er mín uppáhaldsmynd og ýmmsar ástæður eru fyrir því. Ef til vill stjórnast þessi brennandi áhugi minn á þessari mynd mikið af því hversu mikill hasar er í henni og þá sérstaklega í ansi mögnuðu lokaatriði. Þó tel ég að myndin veki ekki aðeins hrifningu vegna þessa heldur einnig vegna þess hversu góður leikur og leikstjórn einkennir hana ásamt því sem handritið gerir að lokum myndina að því meistaraverki sem mér finnst hún vera. Það hvernig handritshöfundi tekst að gera fólk með svo miklum aldursmun tengjast svo sterkum böndum er mjög vel útfært af leikstjóra myndarinnar og einnig verður að hrósa Natalie Portman fyrir framúrskarandi leik aðeins táningur að aldri. Myndin bregður upp dálítið brengluðu sambandi manns og smástelpu sem snýst upp í ást. Merkilegt þótti mér líka að aðalpersónan, það er Léon sjálfur, sé látinn deyja í lok myndarinnar en þó með flottum hætti og er það náttúrulega það sem gerir þessa mynd og aðrar líkar henni að svona góðum verkum.
          Shawshank Redemption er ekki beinlínis lík mynd eins og Léon hvað hasar varðar þó hasar gæti fyrir á ýmsa vegu í henni. Frekar er það söguþráðurinn og stemmingin í myndinni sem nær til manns. Það hvernig menn sem hafa setið í fangelsi fjarri hinni eiginlegu siðmenningu og þróun gerast háðir fanglesinu og hætta sér ekki aftur út í raunveruleikann er einkenni myndarinnar. Ein manneskja innan fangelsisveggjanna sem er jafn framt sú eina sem er saklaus gerist þó ekki háð fangelsinu heldur á sér draum um eðlilegt líf aftur gerir það að raunveruleika. Leikarar í myndinni eru ekki af verri toganum og þá ber helst að nefna Morgan Freeman sem að mínu mati getur leikið hvað sem er og engu virðist skipta á hvaða aldri maðurinn er. Til að skjóta því inn þá finnst mér hann og Anthony Hopkins vera tvö bestu dæmi um þetta í nútíma kvikmyndagerð.
         Síðasta mál á dagskrá er teiknimyndin Lion King sem ég sá fyrst sem smákrakki og man vel eftir og síðast horfði ég hana með honum litla bróður mínum í síðasta mánuði. Mér finnst alltaf erfitt að bera saman leiknar myndir og teiknimyndir því einungis er hægt að dæma tölvugerð og raddbeytingu einhverra leikara. Þar sem ég hef bara séð myndina á íslensku þá ber nú samt sem áður að nefna að hrósa skal þeim talsetjendum fyrir vinnu sína í þeirri mynd ásamt þeim sem þýddu þau fjölmörgu góðu lög sem koma fyrir í myndinni. Þessi mynd er nú bara mjög gott dæmi um góða hugmynd sem varð að veruleika hjá bandaríska kvikmyndarisanum Walt Disney. Myndin er hnyttin og fyndinn en um leið hef ég séð stelpur fella tár yfir dramatískum senum myndarinnar. Enn sem komið er hef ég ekki séð neinn jafnoka þessarar myndar og er það ef til vill helst vegna þess að boðskapur myndarinnar er svo frábær eða þú ert það sem þú ert og þú getur aldrei flúið frá því þó ekki sé nema bara í huganum. Einnig finnst mér f´rabær hvað börnum sem horfa á myndina er gert skýrt grein fyrir hringrás lífsins. Villi kveður...