Þegar ég ákvað í fyrra hvaða valfag ég vildi kjósa mér þá vildi ég helst velja eitthvað sem gæti brotið upp allt þetta hefðbundna bókanám sem Menntaskólinn í Reykjavík snýst aðallega um og lögð er megináhersla á eins og sést best á aðstöðu leikfimikennslu í skólanum. Ég kaus því að velja kvikmyndagerð sem ég ímyndaði mér að yrði með mörgum verkefnum sem fælust ekki bara í því að hanga yfir einhverjum bókm heldur einhverju sem gæti verið gert í hópum sem sköpuðu eitthvað saman o.s.frv. Spurningin er svo rættist þessi draumur? Hann gerði það vissulega að miklu leyti og áfanginn byrjaði strax mjög vel með Maraþonmyndinni og klippiverkefninu og hafði ég mjög gaman að hvoru tveggja. Það sem fylgdi svo með var kvikmyndasagan se m mér fannst áhugaverð sérstaklega varðandi tækniþróun kvikmynndatökuvélina og hversu mikinn þátt umfjöllun um tæknilega hlið kvikmyndasögunnar tók í áfanganum. Síðan var það heimildamyndin sem var líka mjög skemmtilegt og dáldið krefjandi verkefni af því okkur strákunum langaði að gera eitthvað sem fólk gæti haldið sér vakandi yfir og helst líka hlegið, allavega flissað yfir. Við fundum ekkert nógu gott viðfangsefni svo við spurðum hvort við mættum ekki gera svona mocumentary og fengum við grænt ljóos á það. Það verkefni var síðan mjög skemmtilegt og klárlega eitt af því sem gerði áfangann skemmtilegan og er það skoðun mín að hún sé nauðsynlegur þáttur í þessum áfanga. Þegar kom hins vegar að einkunnagjöfinni miðað við aðra hópa þá fannst mér við fá ósanngjarna einkunn en um leið geri ég mér ljóst að við gerðum í raun ekki sanna heimildamynd en ég tel okkur hafa haldið okkur nógu vel við heimildamyndaformið til þess uppskera hærri einkunn. Síðan var komið að seinni önninni í áfanganum og þá verð ég að viðurkenna að ég fékk dálítið leið á kvikmyndasögunni og skemmdi það dálítið fyrir mér áfangann. Ekkki síður spillti það fyrir að ekki voru nein verkefni eins og kannski tónlistarmynndband sem mér finnst að ætti að vera einhvers konar fyrra verkefni á léttu nótunum á seinni önninni. Stuttmyndin var svo toppurinn á áfanganum og fannst mér gerð hennar gríðarlega skemmtileg. Bókklegur þátur kvikmyndagerðarinnar var svo líka spennandi, þ.e. Film directing fundamentals þátturinn, og margt mikilvægt og jafn framt áhugavert kom fram í þeirri kennslu og svo fannst mér prófið úr því einnig vel útfært en kannski dálítið langt fyrir tímarammann. Síðast langar mig að tala aðeins um bloggin. 20 stig á mánuði var sá fjöldi sem maður þarf til þess að fá 10 fyrir þann þátt kennaraeinkunnarinnar. Til þess þarf maður að minnsta kosti að blogga þrisvar í mánuði, að því gefnu að maður fá 6-7 stig fyrir hvert blogg. Nú þetta tekur mig persónulega alveg hálftíma hver færsla og ef maður ætlar að fá 10 fyrir aðra þætti áfangans þá þarf maður að eyða svona 1 klukkustund til viðbótar í lestur á kvikmyndasögu og Filmdirecting fundamentals. Nú verklegu verkefnin taka svo hvert um sig fleiri fleiri klukkustundir, t.d. fór alveg heill sólarhringur í klippingu á stuttmyndinni. Vegna alls þess tíma sem fer í annað en að blogg þá finnst mér að blogg upp á 10 stig ætti að vera algjört hámark í hverjum mánuði. Það fyrirkomulag að hafa ekkert lokapróf í áfanganum finnst mér svo sniðugt því það gefur manni meiri tíma í stuttmyndina, lokaverkefnið og önnur stúdentspróf.
Gagnrýni á lokaverkefnum:
Mér fannst myndin um spaðaásinn alveg drullutöff hugmynd en frekar slappt að ekki skildi vera neitt hljóð í mikilvægum senum myndarinnar. Söguþráðurinn var flotur og Halla lék verð ég að segja vel og aðrir leikarar myndarinnar stóður sig einnig vel.
Myndin um "dömpið" fannst mér frekar fyndinn en hún hefði mátt vera lengir og með fleir senum á fleiri stöðum til að lífga aðeins upp á söguþráðinn. Hún kláraðist eiginlega bara strax.
Gagnrýni á lokaverkefnum:
Mér fannst myndin um spaðaásinn alveg drullutöff hugmynd en frekar slappt að ekki skildi vera neitt hljóð í mikilvægum senum myndarinnar. Söguþráðurinn var flotur og Halla lék verð ég að segja vel og aðrir leikarar myndarinnar stóður sig einnig vel.
Myndin um "dömpið" fannst mér frekar fyndinn en hún hefði mátt vera lengir og með fleir senum á fleiri stöðum til að lífga aðeins upp á söguþráðinn. Hún kláraðist eiginlega bara strax.