Ég var að læra á Íþöku á miðvikudaginn með hinum mikla meistara og góðvini mínu Ármanni Hannessyni. Svo skrapp Ármann fram og viti menn kom hann ekki til baka með tvö stykki boðsmiða í bíó á myndina Buried með Ryan Reynolds í aðalhlutverki. Hvor miði gilti fyrir tvo svo ekkert annað en double date í uppsiglingu.
Ég var mjög forvitinn um myndina strax og ég sá miðann því þar sést maður sem er lokaður inni í einhvers konar kassa með kveikjara í hendinni. Mér datt í hug að þetta gæti verið mynnd eins og Phonebooth sem ég á sínum tíma, þegar ég sá hana í fyrsta skipti, fílaði bara nokkuð vel. Svona mynd sem gerist bara á einum mjög afmörkuðm stað eins og símaklefa eða kistu. Síðan sá ég trailerinn og sá að þetta var einhver svona Thriller og þá varð ég að sjá hana.
Myndin byrjaði á svona kynnningu á aðalfólki sem kom að myndinni og þar var held ég ekki eitt enskt eða þ.e.a.s. amerískt nafn nema þá kannski Ryan Reynolds. Ég veit ekki hvort myndin er framleidd í Hollywood þó svo ég geri nú ráð fyrir að hún sé það en mest allt staffið samt ekki og því kannski eitthvað öðruvísi í uppsiglingu eins og dagsskrárstjóri Bió Paradís gaf til kynna að kvikmyndahúsið legði áherslu á.
Gagnrýni á myndinni: (SPOILER!)
Hugmyndin að láta myndina alla gerast á einum stað en samt vera thriller gekk mjög vel upp hjá leikstjóra og leikara. Einu aukapersónurnar voru í raun raddir sem báru nafn og ekkert annað. Eitt fannst mér sérkennilegt sem mér finnst að hefði mátt gera betur en það var að persónan panikkar strax í byrjun. Með því á ég við að ég held að það hefði farið mydninni betur að láta það gerast stigvaxandi og svo kannski svona fall í brjálæði persónunnar í lok myndarinnar eins og gerðist. Hann segir fólkiu strax í byrjun að fara til helvítis o.s.frv. í stað þess að gera það þegar hann áttar sig betur og betur á því að það eru hryðjuverkamenn með hann í haldi og þeim er skítsama um hann, þeir vilja bara fá peninga með honum. Það sem var svo GEÐVEIKT við myndina var endirinn. Endirinn var svo ótrúlega epískur og margt sem spilaði þar inn í. Á sama tíma og myndin endaði illa þá var endirinn eiginlega bara svona ótrúlega gott og vel skipulegt háð á hina klassísku spennummynd Hollywood sem endar vel og aðalpersónan lifir af. Það var ekki svo gott í þessari mynd. Handritsskrifaranum, leikaranum og leikstjóranum tekst að troða þeirri hugsun í áhorfandann alveg í blálokin að honum verði virkilega bjargað en svo bara BAMM.... The end, og svona tilfinningaþrungið ooooooo heyrist um allan bíósalinn. Þvílík snilld og góð tilbreyting. Síðan fannst mér mjög skemmtilegt hvernig áhorfandanum er leyft að ímynda sér allar ytri aðstæðurnar sem sjást ekki fyrir utan kistuna. T.d. hjá þessum gíslasérfræðingi og öllum öðrum sem hann hringir í og ekki er verið að gera mikið úr því hvernig honum er náð heldur er hann bara þarna í byrjun myndarinnar og deyr þarna í lok myndarinnar.
Annað sem ég fór að hugsa um eftir myndina var: "Vá hvað þetta hefur kostað lítinn pening og alls ekki mikla vinnu". Ég aflaði mér þá heimilda og komst að því að budgetið á bak við myndina var einungis ein milljón bandaríkjadala og hún tók aðeins 17 daga í tökum. Af því ég er nú byrjaður að bera hana saman við mnndina Phone Booth frá 2002 þá kostaði hún 13 milljónir sambærilegra dala... Eigum við að ræða það eitthvað. Ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að gera neitt annað en græða á svona mynd. Þvílíkt success, eða það held ég allavega.
Ég gef myndinni tæplega 4 stjörnur, þó meira en 3 og hálfa vegna þess að mér fannst hún einfaldlega bara góð mynnd sem endaði "vel" en kannski byrjaði ekki alveg eins og ég mundi láta hana byrja. Klárlega ekki fyrir mjög viðkvæma og fólk sem fær innilokunarkennd.